Við viljum að þú ráðir

Fréttir og pistlar

IMMI sýnir Silenced í Tjarnarbíó

Laugardagskvöldið 31. janúar (20:00) mun IMMI standa að sérstakri frumsýningu heimildarmyndarinnar Silenced í Tjarnarbíói. Myndin fjallar um þrjá uppljóstrara – þau Jesselyn Radack, áður hjá dómsmálaráðuneyti BNA, Thomas Drake, áður hjá NSA og John Kiriakou, áður hjá CIA, en Kiriakou var fyrstur til að opinberlega greina frá vatnspyntingum CIA og afplánar nú fangelsisdóm í kjölfar […] Nánar

Erindreki gagnsæis og samráðs ráðinn hjá Reykjavíkurborg

Ásta Guðrún Beck hefur verið ráðin sem erindreki gagnsæis og samráðs hjá Reykjavíkurborg. Hún mun vinna náið með stjórnkerfis- og lýðræðisráði að auknu gagnsæi og samráði í stjórnsýslu borgarinnar í samræmi við áherslur meirihlutans í borgarstjórn. Með þessu er uppfyllt það atriði í grunnstefnu stjórnsýslu og lýðræðis hjá Pírötum í Reykjavík að „skilgreint verði hlutverk […] Nánar

Píratar ræða sjávarútvegsmál

Píratar boða til málfundar um sjávarútvegsmál kl 13, þann 31. janúar næstkomandi. Tilgangur fundarins er að upplýsa Pírata og aðra áhugasama um núverandi fyrirkomulag fiskveiðistjórnunar, kosti og galla kerfisins, hliðarárif o.s.frv. Spurningar úr sal eru æskilegar og vænst fjörlegra umræðna að píratasið. Fundurinn er haldinn í salnum Esju á Hótel Sögu við Hagatorg/Háskólabíó. Laugardaginn 31. janúar 2015 […] Nánar

Af aðalfundi Pírata í Reykjavík

Píratar í Reykjavík, svæðisbundið aðildarfélag Pírata, hélt aðalfund sinn í dag, 11. október. Fundurinn sendi frá sér eftirfarandi ályktun: Tjáningarfrelsi er hornsteinn lýðræðisins og þar gegnir frjáls fjölmiðlun ómetanlegu hlutverki. Píratar í Reykjavík telja algjörlega óásættanlegt að i frjálsu lýðræðisríki telji valdhafar réttlætanlegt að beita fólki frelsisviptingu sem refsingu fyrir meint tjáningarbrot. Á fundinum var kosin ný […] Nánar

Píratar skila inn sinni fyrstu ársskýrslu yfir 5000 kr.

Undirritaður starfsmaður skilaði inn ársskýrslu Pírata sem mikil áhersla var lagt á að yrði til í tíma því við ætluðum sko ekki að láta okkar eftir liggja. Farið var með skýrsluna í afgreiðsluna á Laugavegi 166 fyrir síðustu mánaðarmót þar sem við erum vön að skila inn gögnum vegna félagsins. Tekið var við ársskýrslunni, hún […] Nánar
Skoða eldri fréttir